BuzzerBeater Forums

Ísland - II.3 > All Star Weekend 2010

All Star Weekend 2010

Set priority
Show messages by
This Post:
00
143492.1
Date: 05/09/2010 17:01:23
Overall Posts Rated:
3737
All Star Weekend er að fara í gang og ég sem host keppninnar í ár ætla að koma með smá upphitun :)

ég vil bjóða ykkur velkomna á leikvang minn "4. hæð til hægri" þegar við fréttum af því að við áttum að sjá um All star leikinn þá ákváðum við að stækka leikvanginn lítillega og tekur hann nú 7945 árhorfendur. Miðaverð verður stillt í hóf við viljum hér með koma því á framfærir að FRÍTT er inn á leikinn í boði MS#1.

Fjörið hefst með þriggjastigakeppni klukkan 18:00 stundvíslega á miðvikudaginn 12. maí 2010.

Keppendur eru:
Pedro Eznaurriza Castigador De Rojo 37% þriggjastiganýting
Eggert Friðjónsson the demons 37% þriggjastiganýting
Talonario Berbatovci Team Masabas 41% þriggjastiganýting
Vincent Pallot the demons 46% þriggjastiganýting
Simeón Cancelo klettarnir 42% þriggjastiganýting
Sighvatur Hauksson the demons 37% þriggjastiganýting

Alveg ljóst er að nýr sigurvegari verður krýndur þar sem Jesús Grife sigurvegarinn frá því í fyrra er horfinn á braut og spilar nú í efstu deild með Kormák.

Þá er komið að leiknum sjálfum hann hefst miðvikudaginn 19:00 12. maí 2010.

byrjunarlið útiliðs(Great8): stig/fráköst/stoðsendingar
PG:Lorenzo Sobato-team masabas 20,3/6,9/6,1
SG:Sighvatur Hauksson-the demons 18,6/4,3/4,2
SF:Vincent Pallot-the demons 14,1/5,8/4,5
PF:Cengizhan Kahir-the demons 21/17,5/4,1
C:Leonydas Maldziunas-costagador de rojo 17/17,2/4,1

Byrjunarlið heimaliðs(big8): stig/fráköst/stoðsendingar
PG:Huginn Maronsson-MS#1 18,4/6,6/6,7
SG:Marc Milliot-team van damme 17,3/3/4,6
SF:Simeón Cancelo-klettarnir 21,6/7,5/3,3
PF:Imanol Morante-MS#1 8,8/11,2/4,4
C:Shavit Kushmero-klettarnir 12,5/13/3,3

20% leikmanna íslendingar í byrjunarliðum.

Bekkurinn:
Great 8:
Eggert Friðjónsson,Pedro Eznaurriza,Gunnhallur Guðlaugsson,Ceazar Campaniel og Henrý Atlason
Big 8:
Vili Kocevar,Ezio Testino, Birnir Magnússon, Gerardo Caparvi og Helgi Snorrason

50% leikmanna íslendingar á bekknum.

35% leikmanna sem taka þátt í leiknum Íslendingar.

nú er um að gera að spá og spekúlera í þennan slag hvort sem það er leikurinn sjálfur eða þriggjastigakeppnin. sjálfur hef ég komið með spá annarsstaðar en ég mun bara endurtaka hana þegar menn fara að kommenta hérna. Það væri gaman ef svona umgjörð væri komin til að vera og aðrar deildir myndu taka sig til og gera sömu umfjöllun um all star leikinn. bæði auðveldar það liðum úr öðrum deildum um að spá og leggja eitthvað til málanna og eykur þetta um upplýsingaflæðið um deildirnar sjálfur í leiðinni til annarra notenda hér inni.

Kveðjur, höfðinginn

This Post:
00
143492.2 in reply to 143492.1
Date: 05/09/2010 17:30:03
Overall Posts Rated:
11
Hreint út sagt frábær póstur hjá þér! *thumbs up*

Þriggjastigakeppninn úff, ef maður ætti að fara með tölfræðinni þá væri það engin spurning að hann Vincent Pallot vinni hana. En nú er spurningin hvernig menn eru að skjóta þristana þegar það er enginn varnarmaður ofan í smettinu á þeim. Svo er The Demons með 3 af 6 keppendum í keppninni þannig 50% sigur líkur hjá honum, en ég ætla að gerast bjartsýnn og segja að við hinir sigrum líkurnar og vona að minn maður Talonario Berbatovci komist áfram í umferð tvö á móti Vincent Pallot og sigri þar naumlega. Kannski ekki alveg beint spá en svona það sem ég vona innilega :P

Varðandi All Star leikinn sjálfan þá sýnist mér lið Great-8 vera svolítið sterkara á pappírum og þá sérstaklega í fráköstum og stigum. En maður veit aldrei, kannski eru sumir menn sem taka þessu með meiri alvöru en aðrir en ég ætla nú samt að spá minni deild Great-8 sínum sigri í röð.

Last edited by tommi77 at 05/09/2010 17:43:32

From: erpur

This Post:
00
143492.3 in reply to 143492.2
Date: 05/10/2010 11:46:02
Overall Posts Rated:
11
ég er ánægður með þessa umræðu sem komin er á spjallið hérna fyrir All-Star leikinn
ég er sammála tomma með póstinn algjör töffara póstur þarna á ferð
ég vona líka að Cancelo standi sig í þriggja stiga keppninni og komi með annan þriggja stiga titil til Klettanna en Diogo vann fyrir tvem árum mér að mikilli gleði
en mín spá breytist ekki um leikinn þar sem ég held einfaldlega að great 8 sé með betra lið en við hérna big 8 megin

This Post:
00
143492.4 in reply to 143492.3
Date: 05/10/2010 12:04:36
Overall Posts Rated:
3737
Þakka fyrir jákvæðar undirtektir en við hérna í MS#1 erum að reyna okkar besta við að gera umgjörð leiksins sem stærsta og glæsilegasta...nýjustu fréttir herma að á staðnum verði candyfloss vél sem er hugsuð til styrktar yngri flokka hjá félaginu:)

Gaman verður að fá þessa stórlaxa úr great 8 sem eru líklegast nokkuð sigurvissir en það er von okkar að Big 8 og sérstaklega heimamennirnir huginn og morante fari fyrir Big 8 liðinu og þeir steli sigrinum...ef svo skemmtilega vill til þá mun húsið splæsa í Heimsborgarann á Metró fyrir þá sem vilja og frammvísa miða af leiknum í afgreiðslu Metró :D

kveðjur, Höfðinginn

This Post:
00
143492.5 in reply to 143492.4
Date: 05/10/2010 13:27:47
Overall Posts Rated:
11
verst að við erum bara 3 sem tökum þátt í einhverri umræðu hér hehe, nei djók Team Van damme er duglegur að spjalla líka erumjá ekki nema fjórir :(

From: Bubbi

This Post:
00
143492.6 in reply to 143492.5
Date: 05/10/2010 14:19:02
Overall Posts Rated:
44
hey, ég er hérna, kátur með 3 leikmenn í All-star.

This Post:
00
143492.7 in reply to 143492.6
Date: 05/10/2010 17:36:52
Overall Posts Rated:
3737
gömlu kallarnir sem hafa yfirgefið þessa deild mættu nú alveg koma með komment hérna líka þá er ég með kormák MM og Húnana í huga...eins mættu þeir láta vita af þessari umfjöllun og menn myndu taka hana sér til fyrirmyndar í efstu deild...mér finnst ekkert að því að setja smá pressu á þessa kónga þarna í efstu deild

This Post:
00
143492.8 in reply to 143492.7
Date: 05/10/2010 21:11:05
Overall Posts Rated:
11
haha það er rétt

This Post:
00
143492.9 in reply to 143492.8
Date: 05/11/2010 05:40:17
Overall Posts Rated:
99
Mér finnst vanta fleiri Íslendinga í þennan stjörnuleik. Allt saman aðkeyptir andskotar sem þarna leika listir sínar í skiptum fyrir Metróborgara. (ekki að efsta deildin sé mikið skárri)

This Post:
00
143492.10 in reply to 143492.9
Date: 05/11/2010 09:28:41
Overall Posts Rated:
3737
alveg hjartanlega sammála þér þarna.. ég reyndar er með 67% leikmanna minna í þessum leik sem íslendingar en ég tel samt vera jákvæða þróun á landinu öllu... það eru mörg lið að þjálfa mest megnis íslendinga eða byggja sína þjálfun í kringum íslendinga þannig að eftir fáein season þá munum við sjá meira af íslendingum í svipuðum klassa og hákon,ísólfur og atli sem eru sterkustu íslendingarnir í efstu deild núna það sést vel á U21 liðinu að efniviðurinn er til staðar

This Post:
00
143492.11 in reply to 143492.1
Date: 05/11/2010 11:55:03
Overall Posts Rated:
4444
Ég myndi klárlega skella mér á leikinn hjá ykkur á 4 hæð til hægri, en ég býst við því að ég þurfi að mæta á GGG-Arena og hvetja minn mann þar. Mjög skemmtileg kynning þarna hjá höfðingjanum og þetta gæti verið góð hefð, að gestgjafinn sýni lit og komi með stuttan pistil um leikinn. Ég sendi link á þennan þráð á úrvalsdeildarspjalinu og vona innilega að þetta taki menn sér til fyrirmyndar.

Í efstu deild eru 6/20 þáttakendum í leiknum íslenskir, 4 great megin og 2 big megin. Tanginn virðist vera að standa sig glæsilega í íslendingaframleiðslu með 2 íslendinga í liðinu.